Listasafni  Akureyri Um safni Sningar Listamenn Listaverkasafn tgefi efni Safnfrsla slenska English Facebook Flickr Twitter

Hannes Sigurðsson

forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri

Hannes Sigurðsson (f. 1960) hefur starfað á vettvangi myndlistar í þrjá áratugi. Hann var ráðinn forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri árið 1999 og er stofnandi og framkvæmdastjóri Íslensku menningarsamsteypunnar Art.is.

Hannes lauk meistaranámi í listfræði frá UC Berkeley í Kaliforníu árið 1990, eftir að hafa áður stundað nám við University College London og útskrifaðast frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og blásaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík sem þverflautuleikari. Hannes starfaði í mörg ár í New York sem greinarhöfundur og þýðandi og hóf þar feril sinn sem sjálfstæður sýningarstjóri. Síðan þá hefur hann staðið að yfir 350 sýningum og umfangsmiklum verkefnum og ritstýrt fjölda bóka og bæklinga um myndlist.

Meðal þeirra listamanna sem hann hefur kynnt má nefna Matthew Barney, Louise Bourgeois, Jenny Holzer, Boyle fjölskylduna, Per Kirkeby, Carolee Schneemann, Sally Mann, Orlan, Spencer Tunick, Joel-Peter Witkin, Andres Serrano, Henri Cartier-Bresson, Bill Viola, Fang Lijun, Yue Minjun, Zhang Xiaogang, Rembrandt og Goya. Hannes hefur átt í samstarfi við söfn, stofnanir, skóla, fyrirtæki og gallerí um víða veröld, þar á meðal í Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Lettlandi, Rússlandi, Þýskalandi, Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Spáni, Jórdaníu, Indlandi, Japan, Kína og Bandaríkjunum. Hannes er höfundur og upphafsmaður Íslensku sjónlistaverðlaunanna sem voru fyrst haldin árið 2006.

Á DÖFINNI
Tryggvi Ólafsson á Akureyri
Í mars lítum við yfir langan feril listmálarans Tryggva Ólafssonar, en þá opnar sýning hans í Listasafninu á Akureyri. Tryggvi nam myndlist bæði hér heima og í Kaupmannahöfn og er meðal þekktustu núlifandi myndlistarmanna Íslendinga. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum í fjölmörgum löndum. Verk Tryggva prýða bækur og blöð og hann hefur skreytt byggingar á Íslandi og í Danmörku.
Nánar »
PUBLICATION
Facing China
Facing China features works of art by and photographic portraits of a unique generation of artists that flourished in the years following the 1989 revolt. The catalogue contains essays by the director of the Akureyri Art Museum Hannes Sigurdsson, the former President of Iceland Mrs. Vigdis Finnbogadottir and the international art critics Li Xianting from China and Robert C. Morgan from the USA.
Visit our store »
Art in Iceland

National gallery of Iceland
Reykjavik Art Museum
Center for Icelandic Art
National museum of Iceland
International

Tate Modern
Guggenheim
The Metropolitan Museum of Art
Berlin Hamish Morrison Galerie